Skráðu þig á Einfalt og háþróað myrkraherbergi í tölvuna þína.

Einfalt og háþróað myrkraherbergi í tölvuna þína.

  • Einar Erlendsson, ljósmyndafr.
  • Haust 2012
  • Hagstætt

Lærðu að:

  • flokka og finna myndirnar þínar
  • fjarlægja óæskileg atriði úr myndum
  • gera eina hópmynd úr mörgum myndum
  • deila minningum þínum til vina og vandamanna eða á vefnum
  • að lífga upp á slappar myndir
  • gera við skemmda myndir

og margt, margt fleira með Adobe Photoshop Elements 10 sem er sniðið að þörfum venjulega fólksins. Forritið leiðbeinir þér lið fyrir lið að því marki sem þú vilt ná. Einfaldara getur það ekki verið

Adobe® Photoshop® Elements 10  er nýjast útgáfan af einu mest selda og háþróaðasta hugbúnaði fyrir einstaklinga til þess að halda utan um myndasöfn sín og laga til myndir á bæði einfaldan og þróaðan máta. Photoshop Elements 10 hjálpar þér að búa til frábærar myndir úr daglegum minningum og varðveita þær um ókomna tíð.

Adobe Elements gerir þér kleift að halda skipulagi á einfaldan máta utan um allar starænar myndir og auðveldað þér að finna þær eftir efnisorðum eða jafnvel myndefninu sjálfu.

Með Photoshop Elements er einfalt að laga til myndir, breyta þeim á skemtilegan hátt með sjálfvirkum aðgerðum eða flóknair fíngerðari aðgerðum og auðvelt að deila þeim með öðrum á fjölbreyttan máta.

Í Photoshop Elements er sameinaðir margir kostir hins vel þekkta Adobe Photoshop hugbúnaðar í aðgengilegt notendavænt hugbúnaðarumhverfi til að halda utan minningar í myndum og laga til myndir, setja saman eða breyta á vargvíslegan háþróaðan máta.

Þetta er allt hægt að gera í einu öflugu hugbúnaðarumhverfi en á einfaldan og aðgengilegan máta. Adobe Elements hefur hlotið verðlaun í 10 ár!

Með Photoshop Elements er auðvelt að deila myndum með vinum eða fjölskyldu á pappír, í sjónvarpi eða á webnum og í gegnum Facebok, Flickr og slíkar síður.

 Tímasetning:

Laugardaginn 4. febrúar kl 10-17
Laugardaginn 11. febrúar kl 10-17
Fimmtudaginn 16. febrúar kl 18-22

Staður:

Námskeiðið er haldið í Stangarhyl 7 Reykjavík.
Leiðbeinandi er Einar Erlendsson s: 824-1849

Skráðu þig á Einfalt og háþróað myrkraherbergi í tölvuna þína.