Innlend námskeið eða fyrirlestrar

Öflug fjarkennsla og námskeið í Adobe hugbúnaði á vegum Hugbúnaðarsetursins ehf.

Hugbúnaðarsetrið ehf. er Adobe Certified Reseller á Íslandi.

Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með dagskrá fjarkennslunámskeiða eða öðrum fræðslu atburði á vegum Hugbúnaðarsetursins ehf. frá og með haustinu 2013, þá er best að fræðast um það hér og skrá sig fyrir fréttabréfi frá Hugbúnaðarsetrinu á sömu síðu.

Mörg þessarra námskeiða verða haldin af mjög hæfum enskumælandi kennurum sem hafa mikla reynslu í að kenna á viðkomandi hugbúnað. Námskeiðin verða sérstaklega fyrir íslenskan markað og útsendingu þeirra stjórnað af starsfólki Hugbúnaðarsetursins ehf. Auðvelt verður t.d. að skrá spurningar á íslensku í fjarkennsluviðmótinu, sem síðan er farið yfir með kennaranum fyrir lok hverjar útsendingar. Aðgangur að hverri útsendingu verður svo aðgengileg til upprifjunar þeim sem eru skráðir á hvert námskeið, í 2 vikur eftir að útsending þeirra fór fram.

Fræðslusetur Hugbúnaðarsetursins

f.h. FocusOnNature á Íslandi

– Einar Erlendsson

einar@focusonnature.is